Blandað, grænt salat með grilluðum perum og gráðaosti


Broil King Uppskriftir Blandað, grænt salat með grilluðum perum og gráðaosti

Þetta dásamlega haustsalat er best með þroskuðum perum sem þó eru enn þéttar viðkomu.

Hráefni

 • 2 msk sérríedik eða eplaedik
 • 1 tsk hunang
 • U.þ.b. 1/2 dl ólífuolía
 • Salt og pipar eftir smekk
 • U.þ.b. 2 l blandað, grænt salat
 • 1 dl ristaðar pekanhnetur
 • 1 dl gráðaostur, Roquefort eða Stilton
 • 3 perur, flysjaðar, kjarnhreinsaðar og skornar í fjórðunga

Aðferð

 1. Forhitið grillið með því að stilla á „LOW“. Pískið saman edik og hunang. Pískið stöðugt á meðan ólífuolíu er hellt saman við í mjórri bunu. Saltið og piprið. Penslið perurnar með ólífuolíu eða jurtaolíu og setjið þær á grill sem forhitað er á „LOW“.
 2. Grillið báðum megin þar til perurnar hafa mýkst svolítið og eru orðnar heitar í gegn, eða u.þ.b. 4 mínútur.
 3. Á meðan er blandaða salatinu skipt niður á 6 diska. Raðið perum, pekanhnetum og osti ofan á salatið og dreypið ediksósu yfir.


Kíktu á þessa fylgihluti.