Mylsnubaka með perum og trönuberjum


Broil King Uppskriftir Mylsnubaka með perum og trönuberjum

Berið fram heita með ís.

Hráefni

 • Bökudeig fyrir 24 cm bökuform
 • 1 l þroskaðar perur, flysjaðar og grófsaxaðar
 • 1/2 tsk malaður kanill
 • 1/2 l trönuber
 • 1/4 tsk möluð kóríanderfræ
 • 2 tsk rifinn appelsínubörkur
 • U.þ.b. 2 dl möndlur, saxaðar
 • U.þ.b. 2 dl sykur
 • U.þ.b. 1 dl hveiti
 • 1 msk tapíókamjöl
 • 1 dl púðursykur
 • U.þ.b. 1/2 dl smjör

Aðferð

 1. Fletjið deigið út svo það passi í 24 cm bökuform. Skerið deigið til og snyrtið kantana.
 2. Blandið perum, trönuberjum og appelsínuberki saman í stórri skál. Blandið saman sykri, kanil og tapíókamjöli. Stráið kryddblöndunni yfir ávextina og blandið vel. Setjið ávaxtablönduna í bökuformið og stráið möndlum yfir.
 3. Þekjan er gerð með því að setja hveiti, púðursykur og smjör í matvinnsluvél og láta vélina ganga þar til blandan er kornótt. Stráið blöndunni yfir fyllinguna.
 4. Bakið við 225° í 15 mínútur. Lækkið hitann í 175° og bakið áfram í 45 mínútur, eða þar til skelin er gullinbrún og safinn frá ávöxtunum kraumar upp með brúnunum. Látið bökuna kólna á rist og berið hana fram með ís.


Kíktu á þessa fylgihluti.