Ananas með hlynsírópi


Broil King Uppskriftir Ananas með hlynsírópi

Þetta er sætur en frísklegur eftirréttur sem á við árið um kring. Þessi eftirréttur var í uppáhaldi hjá Ted eldri.

Hráefni

  • 1 heill ananas, skipt í fjórðunga og skorinn í sneiðar
  • 1 dl hlynsíróp
  • 1/2 tsk malaður kanill
  • 1/2 tsk malað broddkúmen

Aðferð

  1. Skiptið ferskum ananas í fjóra hluta langsum, fjarlægið grófa stilkinn í miðjunni. Skerið hann svo í 1 cm þykkar sneiðar og skerið meðfram hýðinu til að sneiðarnar losni frá. Setjið sneiðarnar með hýðið niður á forhitað grillið. Grillið í 15 mínútur á „MEDIUM“ eða þar til ananasinn er heitur í gegn.
  2. Blandið hinum hráefnunum saman í lítilli skál og ausið blöndunni yfir ananasinn á 5 mínútna fresti.


Kíktu á þessa fylgihluti.