Grand Marnier-grillspjót


Broil King Uppskriftir Grand Marnier-grillspjót

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 3 apríkósur, ferskar og stinnar
 • 3 fíkjur, ferskar og stinnar
 • 2 ananassneiðar, 2 cm á þykkt
 • 2 mandarínur
 • 2 bananar, ferskir og stinnir
 • 2 epli, Red Delicious
 • 1 msk nýkreistur sítrónusafi
 • U.þ.b. 1 dl brætt smjör
 • 1 dl flórsykur
 • 1 msk nýkreistur appelsínusafi
 • 1 msk nýkreistur appelsínusafi
 • 1 msk Grand Marnier™

Aðferð

 1. Skerið apríkósurnar í tvennt og fjarlægið steinana. Skerið fíkjurnar í fernt og fjarlægið stilkana. Skerið ananassneiðarnar í bita. Flysjið mandarínurnar og skerið í fjóra hluta, án þess að fjarlægja himnurnar. Afhýðið bananana og skerið þá í 2,5 cm þykkar sneiðar. Flysjið eplin og skerið þau í fjóra hluta. Fjarlægið kjarnhúsin og skerið hvern hluta í tvennt þversum. Dreypið sítrónusafa yfir epla- og bananabitana til að forðast mislitun.
 2. Þræðið ávextina upp á sex grillspjót. Byrjið og endið á epla- og ananasbitum. Þegar sósan er gerð er smjör brætt í litlum potti. Hrærið flórsykri saman við, því næst Grand Marnier og loks appelsínusafa og -berki. Penslið spjótin með sósunni. Grillið spjótin á „MEDIUM“ í 5-6 mínútur, penslið með sósunni og snúið þeim af og til svo allir ávextirnir taki lit. Berið spjótin fram heit með afganginum af sósunni.


Kíktu á þessa fylgihluti.