Perur með Brie-ostasósu


Broil King Uppskriftir Perur með Brie-ostasósu

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 4 peruhelmingar
 • 1 msk ljósar rúsínur
 • 1/8 tsk malaður negull
 • 1 tsk malað allra handa krydd
 • 3 msk púðursykur
 • 2 msk mjúkt smjör
 • 1 1/2 tsk smjör
 • 1 msk hveiti
 • U.þ.b. 1 dl mjólk
 • 1 eggjarauða
 • U.þ.b. 1 dl sýrður rjómi
 • U.þ.b. 50 g Brie-ostur, mulinn

Aðferð

 1. Blandið rúsínum, negli, allra handa kryddi, púðursykri og smjöri saman. Leggið peruhelmingana á tvöfalt lag af álpappír. Fjarlægið kjarnhúsin. Setjið sykurkryddblönduna í gatið. Vefjið álpappírnum vel utan um. Grillið á „MEDIUM“ í 30 mínútur eða þar til perurnar eru mjúkar og snúið þeim af og til.
 2. Á meðan er sósan gerð með því að bræða smjörið í litlum potti á hliðarbrennaranum. Hrærið hveiti saman við. Takið af hitanum og blandið mjólk saman við. Hitið upp á „MEDIUM“ þar til sósan þykknar og verður rjómakennd. Hrærið í á meðan. Takið af hitanum. Setjið eggjarauðu og sýrðan rjóma í litla skál og blandið vel saman. Hellið blöndunni í sósuna og hrærið u.þ.b. 30 g af osti saman við. Hrærið vel þar til osturinn bráðnar. Gætið þess að hita ekki of mikið. Setjið lok á pottinn og haldið sósunni heitri.
 3. Opnið álpappírspakkann og setjið peruhelmingana á diska, hellið ostasósunni yfir og myljið afganginn af ostinum yfir perurnar.


Kíktu á þessa fylgihluti.