Smjördeigskökur með hindberjum og nektarínum


Broil King Uppskriftir Smjördeigskökur með hindberjum og nektarínum

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 1 plata af frosnu smjördeigi, þiðin
 • 2 dl niðursoðnar ferskjur
 • 200 g þroskaðar nektarínur, skornar í helminga og kjarnhreinsaðar
 • 1/2 l hindber
 • U.þ.b. 3 dl rjómi
 • 1 msk flórsykur
 • 1 tsk vanilla

Aðferð

 1. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði, í ferhyrning sem er u.þ.b. 45 x 30 cm. Færið plötuna upp á stóra grillplötu, stingið í deigið með gaffli á nokkrum stöðum og látið standa í kæli í 30 mínútur.
 2. Forhitið grillið og penslið grindina vel með ólífuolíu. Lækkið hitann í „MEDIUM“, setjið nektarínurnar með sárið niður á grillið í 2-3 mínútur, snúið þeim og grillið áfram í 2-3 mínútur. Takið af hitanum, látið kólna svolítið og skerið svo í þunna báta.
 3. Setjið plötuna með kælda smjördeiginu á grillið og grillið í 10-12 mínútur þar til deigið er gullinbrúnt. Kælið alveg og skerið deigið í þrjá hluta á lengdina.
 4. Þeytið rjómann í kældri skál þar til hann byrjar að þykkna. Bætið sykri og vanillu saman við og haldið áfram að þeyta þar til rjóminn stífnar og myndar toppa.
 5. Setjið kökurnar saman sem hér segir: Penslið fyrsta hluta deigsins með helmingum af ferskjusafanum og setjið helminginn af grilluðu nektarínunum ofan á. Smyrjið 1/3 af þeytta rjómanum yfir nektarínurnar. Setjið næsta hluta smjördeigsins yfir. Penslið með ferskjusafa og leggið helminginn af hindberjunum yfir. Smyrjið 1/3 af rjómanum yfir og leggið þriðja deighlutann ofan á. Skiptið lengjunni varlega í 8 hluta. Skreytið hverja köku með þeyttum rjóma, nektarínubita og 2 hindberjum. Sáldrið flórsykri yfir. Kælið í 2 klukkustundir.


Kíktu á þessa fylgihluti.