Ávaxtapítsa með hunangs- og límónugljáa


Broil King Uppskriftir Ávaxtapítsa með hunangs- og límónugljáa

Þetta er fljótlegur eftirréttur fyrir óvænta gesti og gerður úr hráefnum sem flestir eiga í handraðanum. Í þessari uppskrift notum við hindber úr garðinum við sumarhúsið, en það má nota hvaða ber sem er.

Hráefni

 • 1 tilbúinn pítsubotn, þunnur
 • 1 tsk rifinn límónubörkur
 • 2 msk flórsykur
 • 225 g rjómaostur við stofuhita
 • 2 msk hunang
 • 1 msk límónusafi
 • 1/4 tsk malaður kanill
 • Rúmlega 2 dl ávextir (t.d. ferskjur, kíví, jarðarber)

Aðferð

 1. Forhitið grillið með því að stilla á „MEDIUM“ og gætið þess að grillgrindin sé hrein. Lækkið hitann í „LOW“.
 2. Blandið rjómaosti, límónuberki og flórsykri saman og smyrjið blöndunni á pítsubotninn. Setjið ávextina ofan á, setjið botninn á grillið og bakið þar til rjómaosturinn mýkist og bráðnar, eða í um það bil 5 mínútur.
 3. Blandið á meðan hunangi, límónusafa og kanil saman og penslið ávextina með blöndunni á meðan pítsan er að bakast.


Kíktu á þessa fylgihluti.