Súkkulaðimús


Broil King Uppskriftir Súkkulaðimús

Þessi gómsæti eftirréttur hentar frábærlega með jólamáltíðinni.

Hráefni

 • 175 g dökkt súkkulaði, grófsaxað
 • U.þ.b. 1 dl vatn
 • 4 egg, skilin í hvítur og rauður
 • 3 1/2 dl sykur
 • Rúmlega 1 dl Grand Marnier™
 • 500 g smjör
 • 1/4 tsk salt
 • U.þ.b. 1/2 dl rjómi
 • 2 msk sykur

Aðferð

 1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 2. Pískið eggjarauður og sykur saman í potti yfir vægum hita þar til blandan fer að þykkna. Látið ekki sjóða.
 3. Takið af hitanum, hellið í stóra skál og bætið Grand Marnier saman við.
 4. Pískið mjúkt smjörið saman við súkkulaðið og bætið eggjarauðublöndunni við.
 5. Hálfþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju eða sleif.
 6. Stífþeytið eggjahvíturnar, en látið þær ekki þorna. Bætið smám saman við 2 msk af sykri.
 7. Blandið eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju eða sleif.
 8. Setjið í eftirréttaskálar, breiðið plastfilmu yfir og kælið vel.
 9. Þennan rétt má útbúa með dags fyrirvara.


Kíktu á þessa fylgihluti.