Þurrkryddblanda með sítrónu og chili


Broil King Uppskriftir Þurrkryddblanda með sítrónu og chili

Þessi bragðmikla þurrkryddblanda er frábær fyrir svínakjöt eða fuglakjöt. Notið blönduna eina sér eða með uppáhalds grillsósunni ykkar.

Hráefni

  • 4 msk sykur
  • 4 msk flögusalt
  • 3 msk chiliduft
  • 1 tsk malað broddkúmen
  • 1 tsk þurrkað óreganó
  • 1 tsk möluð kóríanderfræ
  • 1 tsk sinnepsduft
  • 1 msk sítrónubörkur, fínrifinn

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og nuddið blöndunni á svínakjöt eða fuglakjöt nokkrum klukkustundum fyrir grillun. Það sem eftir er af kryddblöndunni má frysta þar til grillað verður næst.


Kíktu á þessa fylgihluti.