Þurrkryddblanda með óreganó og hvítlauk


Broil King Uppskriftir Þurrkryddblanda með óreganó og hvítlauk

Þetta er kryddblanda sem fer vel með bæði fuglakjöti, öðru kjöti og sjávarréttum. Frystið afganginn og notið næst þegar grillað er.

Hráefni

  • 4 msk milt chiliduft
  • 4 msk sykur
  • 1 msk þurrkað óreganó
  • 1 msk ferskt tímían, saxað
  • 1 tsk sítrónubörkur, fínrifinn
  • 1 tsk flögusalt
  • 9 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 1 msk þurrkaður laukur
  • 2 tsk malað engifer

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og nuddið létt á matinn að utanverðu áður en hann er grillaður.


Kíktu á þessa fylgihluti.