Teriyakisósa


Broil King Uppskriftir Teriyakisósa

Frábær sósa með fiski (sérstaklega laxi, sverðfiski, túnfiski og barra), kjúklingi og nautakjöti. Nuddið fiskinn, fuglinn eða kjötið með sesamolíu áður en byrjað er að grilla. Penslið svo með sósunni við lok grilltímans, þar sem þessi sósa er með miklum sykri og brennur því auðveldlega. Berið afganginn af sósunni fram með matnum, ásamt gufusoðnum hrísgrjónum.

Hráefni

  • U.þ.b. 1 dl sojasósa
  • U.þ.b. 1/2 dl balsamedik
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • U.þ.b. 2,5 cm sítrónubörkur
  • 1/2 dl hvítvín
  • 5 msk sykur
  • Bútur af fersku engiferi (u.þ.b. 2,5 cm) pressaður

Aðferð

  1. Blandið saman sojasósu, víni, ediki, sykri, hvítlauk, engiferi og sítrónuberki í potti. Látið suðuna koma upp á hliðarbrennaranum þar til sósan hefur soðið niður um helming eða svo og þykknað talsvert. Kælið sósuna og takið frá hvítlaukinn, engiferið og sítrónubörkinn.


Kíktu á þessa fylgihluti.