Kryddlögur með jalapeño-aldini


Broil King Uppskriftir Kryddlögur með jalapeño-aldini

Þessi lögur er mjög bragðmikill og því þarf maturinn ekki að liggja lengi í honum. Hann hentar því vel þegar framreiða þarf góða máltíð í einum grænum í lok vinnudags.

Hráefni

  • 1 dl jalapeñohlaup
  • 2/3 dl skalottlaukur, fínsaxaður
  • 2 tsk rifinn límónubörkur
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • U.þ.b. 1 dl límónusafi
  • U.þ.b. 1/2 dl ólífuolía
  • 1/2 tsk malað broddkúmen
  • Salt og pipar

Aðferð

  1. Bræðið jalapeñohlaupið í litlum potti. Takið af hitanum. Blandið saman bráðnu hlaupi, límónuberki, hvítlauk, lauk og broddkúmeni í matvinnsluvél eða blandara. Hellið ólífuolíu rólega saman við á meðan vélin gengur.
  2. Leggið kjúkling eða svínakjöt í löginn í 1 klukkustund áður en grillað er.


Kíktu á þessa fylgihluti.