Kryddlögur með límónu og engiferi


Broil King Uppskriftir Kryddlögur með límónu og engiferi

Frábær kryddlögur fyrir kjúkling, fisk eða svínakjöt.

Hráefni

  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 2 límónur
  • 1 msk jurtaolía
  • 1 msk hunang
  • 1 msk sojasósa
  • Bútur af fersku engiferi (u.þ.b. 2,5 cm), afhýddur og pressaður
  • 1 msk fersk mynta, söxuð
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Raspið börkinn af límónunum og kreistið svo safann úr þeim. Blandið öllu hráefninu saman.
  2. Leggið kjúkling eða svínakjöt í löginn í 1 klukkustund áður en grillað er.


Kíktu á þessa fylgihluti.