Broil King Terms and Conditions Header

Skilmálar og persónuverndarstefnaBroil King/Onward Manufacturing Company Ltd. (ONWARD) skuldbindur sig til að vernda persónuupplýsingar hlutdeildarfélaga sinna, starfsmanna þeirra og annarra einstaklinga. Til að tryggja öryggi allra persónuupplýsinga sem ONWARD safnar, notar eða afhendir höfum við tekið upp eftirfarandi reglur um vernd persónuupplýsinga. Á vefsíðu okkar söfnum við einungis persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru til að bæta þjónustu okkar og innihald vefsæðisins og, með þínu leyfi, hafa samband við þig með upplýsingum um þjónustu okkar. Við afhendum ekki persónuupplýsingar sem safnað er á þessu vefsvæði til annarra fyrirtækja án vitneskju þinnar og samþykkis. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um skilmála og persónuverndarstefnu okkar.


 1. Notkun þessa vefsvæðis – Broil King/Onward Manufacturing Company Ltd (ONWARD) á og rekur þetta vefsvæði fyrir persónulega notkun þína sem ekki er í viðskiptaskyni. Þegar þú notar þetta vefsvæði gilda eftirfarandi skilmálar auk allra gildandi laga. Með því að heimsækja þetta vefsvæði samþykkir þú þessa skilmála án takmarkana eða fyrirvara. Ef þú ert ósammála einhverjum hluta skilmálanna skaltu ekki nota þetta vefsvæði. Ekki má afrita, endurmynda, birta, hlaða upp, senda, flytja, dreifa eða breyta efni af þessu vefsvæði, hvorki að hluta til né í heild, hvort sem um er að ræða texta, myndefni, hljóð, myndskeið eða keyrsluskrár, án skriflegs leyfis frá ONWARD. Þú berð ábyrgð á því að tryggja að aðgangur þinn að þessu vefsvæði og efni sem er aðgengilegt í gegnum það sé löglegur í því lögsagnarumdæmi þar sem þú skoðar eða notar vefsvæðið eða slíkt efni.

 2. Takmörkun ábyrgðar – ONWARD EÐA LEYFISHAFAR ÞESS BERA EKKI ÁBYRGÐ Á NOKKRU TILFALLANDI, SÉRSTÖKU, ÓBEINU EÐA AFLEIDDU TJÓNI Í KJÖLFAR NOTKUNAR Á EÐA VANGETU TIL AÐ NOTA EFNIÐ, VÖRUR EÐA ÞJÓNUSTU AF NOKKRU TAGI, TÖFUM Á AFHENDINGU EÐA AFHENDINGU AÐ HLUTA, RIFTUN RÉTTINDA EÐA HAGNAÐARTAPS, GAGNAMISSIS EÐA MISSIS Á VIÐSKIPTUM EÐA VIÐSKIPTAVILD, ÓHÁÐ ÞVÍ HVORT SLÍKT GRUNDVALLAST Á SAMNINGI EÐA BROTI EÐA ANNARRI ÁBYRGÐ Á AÐ GREIÐA SKAÐABÆTUR EÐA AÐRAR BÆTUR. ÞESSI TAKMÖRKUN GILDIR ÓHÁÐ ÞVÍ HVORT ONWARD HAFI VERIÐ UPPLÝST UM EÐA HAFI VITAÐ UM MÖGULEIKANN Á SLÍKUM BÓTUM. HEILDARBÓTAÁBYRGÐ ONWARD GAGNVART LEYFISHÖFUM VEGNA TJÓNS SEM FELLUR UNDIR EÐA TENGIST ÞESSUM SKILMÁLUM Á EINHVERN HÁTT, HVORT SEM ER VEGNA STAKS TILVIKS EÐA RÖÐ TILVIKA, MUN EKKI FARA YFIR ÞÁ UPPHÆÐ SEM ÞÚ GREIDDIR ONWARD SAMKVÆMT ÞESSUM SKILMÁLUM. Þessi takmörkun á bótaupphæð á ekki við um kröfur sem tengjast dauðsfalli eða líkamstjóni í kjölfar notkunar á vörunum sem teljast neysluvörur samkvæmt gildandi lögum. Eina úrræði þitt er að hætta að nota þetta vefsvæði. Ef lögsagnarumdæmi þitt leyfir ekki tilteknar aðrar takmarkanir munu þær takmarkanir falla úr gildi.

 3. Eignarhald og þagnarskylda – Efni á þessari síðu, þar á meðal en ekki takmarkað við texta, myndir, teikningar, hugbúnað, hljóð og myndskeið, er í eigu eða er á annan hátt afhent af ONWARD og ONWARD tryggir ekki og veitir engar fullyrðingar um að slíkt efni brjóti ekki gegn réttindum annars einstaklings eða aðila. Þú samþykkir að upplýsingar eða efni sem þú afhendir rafrænt í gegnum þetta vefsvæði séu ekki trúnaðarupplýsingar eða verndaðar eignarrétti og skilur að mögulegt er að grípa inn í, breyta og glata óvernduðum tölvupóstsendingum yfir internetið. Þú samþykkir einnig að upplýsingar eða efni sem þú veitir rafrænt í gegnum þetta vefsvæði muni ekki brjóta gegn réttindum einstaklinga eða lögaðila og að ONWARD megi nota það í heild eða að hluta til í hvaða tilgangi sem er, þar með talið, en ekki takmarkað við, til að endurmynda, framsenda eða birta slíkar upplýsingar eða efni eða hugmyndir, hugtök eða aðra þekkingu sem þar er að finna, í viðskiptalegum tilgangi ONWARD eða til að gefa upp hver þú ert. Vörumerki, lógó og þjónustumerki („merki“) sem birtast á þessu vefsvæði eru skráð eða óskráð vörumerki sem tilheyra ONWARD eða öðrum, eru í eigu viðkomandi eigenda og þau má ekki nota án skriflegs leyfis eigenda slíkra merkja. Allar upplýsingar eða efni á þessu vefsvæði sem leyfilegt er að endurmynda samkvæmt þessum skilmálum verður að innihalda tilkynningu um höfundarrétt sem birtist upphaflega í eða í tengslum við slíkar upplýsingar eða efni.

 4. Upplýsingar sem við söfnum á vefsvæði okkar – Þú getur skoðað alla opna hluta vefsvæðisins án þess að gefa upp persónulegar upplýsingar. Vefsvæði okkar safnar einungis ópersónutengdum upplýsingum á grunni IP-tölu notandans, sem ekki er persónugreinanleg. Upplýsingar sem safnað er innihalda dagsetningu og tíma heimsóknarinnar, tegund vafra sem notaður er til að fá aðgang að vefsvæðinu og tilvísunarslóð (tengilinn sem notaður var til að fara á vefsvæðið). Þessi gögn eru notuð í tölfræði um notkun vefsvæðisins og til að bæta þjónustu okkar á netinu. Orðsendingar og fréttaáskrift krefjast söfnunar samskiptaupplýsinga sem aðeins eru ætlaðar viðkomandi starfsfólki til að gera því kleift að senda skilaboðin til áskrifenda. Upplýsingar sem er safnað verða aðeins notaðar í tengslum við samskipti, öryggi og vefumsjón. Við gerum einnig samninga við þriðju aðila um gagnasöfnun og birtingu auglýsinga fyrir okkur á vefnum. Þetta gera þeir með því að safna upplýsingum um heimsóknir þínar á vefvæði okkar og aðgerðir tengdar vörum okkar og þjónustu. Þeir kunna einnig að nota upplýsingar um heimsóknir þínar á þetta vefsvæði og önnur vefsvæði í þeim tilgangi að miða auglýsingum. Þessi gögn og miðaðar auglýsingar kunna að birtast á öðrum vefsvæðum sem þú heimsækir. Til að safna þessum upplýsingum er stuðst við kökur (e. cookies) eða pixlamerki, sem er stöðluð tækni sem notuð er á flestum stórum vefsvæðum. Ef þú vilt ekki fá þessa tegund skilaboða skaltu smella hér.

 5. Tenglar – Vefsíða okkar inniheldur tengla á aðrar síður sem eru hlutar af eða tengjast ONWARD. Þessir tenglar og tilvísanir eru veitt þér til hægðarauka. ONWARD mælir hvorki beint né óbeint með þessum vefsvæðum eða upplýsingum og efnum sem tenglarnir vísa á. ONWARD tekur enga ábyrgð á slíkum vefsvæðum né upplýsingum eða efni sem þar er að finna eða vörum eða þjónustu sem þar er veitt. Þegar þú ferð af vefsvæði ONWARD til að heimsækja eitt af þessum utanaðkomandi vefsvæðum eru einu upplýsingarnar sem færast yfir á nýja vefsvæðið sú staðreynd að þú komst frá vefsvæði ONWARD. Sending þessarar tilvísunar gerir öðrum vefsvæðum kleift að fylgjast með eigin vefumferð en gefur ekki upp neinar persónulegar upplýsingar um þig. ONWARD ábyrgist hvorki innihald né persónuverndarstefnur tengdra vefsvæða. Persónuverndarstefna okkar á einungis við um upplýsingar sem safnað er á þessu vefsvæði. Lestu persónuverndarstefnur tengdra vefsvæða til að komast að því hvernig þau meðhöndla persónuupplýsingar. Þú mátt ekki búa til tengla af öðrum vefsvæðum sem vísa á þetta vefsvæði án skriflegs leyfis ONWARD (sendu beiðni til [email protected]).

 6. Tilkynningatöflur og umræðusvæði – Þessi vefsíða kann að innihalda tilkynningatöflur og umræðusvæði sem bjóða upp á samskipti og ábendingar til ONWARD og notenda þess. ONWARD áskilur sér rétt til að fylgjast með, breyta, hafna að birta eða fjarlægja efni, að hluta til eða í heild sinni og hvenær sem er, sem ONWARD telur, að eigin ákvörðun, brjóta gegn einhverjum hluta þessara skilmála og útiloka notanda frá því að nota vefsvæðið. Notendur sem fara inn á tilkynningatöflur eða umræðusvæði samþykkja að:
  1. takmarka hvorki né hindra aðra notendur í að nota og njóta tilkynningataflna og umræðusvæða.
  2. birta hvorki né senda hvers kyns ólöglegar, ógnandi, móðgandi, ærumeiðandi, niðrandi, klúrar, dónalegar, klámfengnar, svívirðandi eða ósæmilegar upplýsingar eða skýr dæmi um fordóma, kynþáttafordóma, hatur eða áreiti, þar á meðal en án takmörkunar við allar sendingar sem teljast vera eða hvetja til glæpsamlegs athæfis, einkaréttarábyrgðar eða sem á annan hátt brjóta gegn staðbundnum lögum, landslögum, alríkislögum eða erlendum lögum.
  3. birta hvorki né senda eða á nokkurn hátt nýta upplýsingar, hugbúnað eða efni í viðskiptalegum tilgangi eða sem innihalda boð um sölu eða kaup, auglýsingu, kynningu eða markaðssetningu

 7. Hugbúnaður – Allur hugbúnaður sem hægt er að hlaða niður af þessu vefsvæði er veittur í gegnum hugbúnað frá þriðja aðila samkvæmt leyfissamningum eða samkvæmt öðru fyrirkomulagi milli slíkra aðila og endanlegra notenda. ONWARD hvorki selur, endurselur né veitir leyfi eða undirleyfi fyrir slíkan hugbúnað og ONWARD afsalar sér allri ábyrgð í tengslum við slíkan hugbúnað. Spurningum, kvörtunum eða kröfum varðandi hugbúnaðinn skal beina til viðkomandi söluaðila. Þú berð alla ábyrgð á viðeigandi vörn og öryggisafritun gagna og búnaðar sem notaður er í tengslum við hugbúnað sem sóttur er í gegnum þetta vefsvæði. [Komi til ósamræmis á milli þessara skilmála og skilmála í leyfissamningnum söluaðila hugbúnaðar skulu skilmálar leyfissamningsins ráða.]

 8. Réttar upplýsingar – þrátt fyrir að ONWARD kunni að uppfæra upplýsingar eða efni á þessu vefsvæði stöku sinnum veitir það enga tryggingu á að upplýsingar eða efni á vefsvæðinu sé uppfært, rétt, villulaust eða tæmandi.

 9. Veirur o.s.frv. – ONWARD hvorki fullyrðir né tryggir að upplýsingar eða efni, þar á meðal en án takmarkana við hugbúnað sem hægt er að sækja frá eða í gegnum þetta vefsvæði, verði laust við villur, galla, veirur eða aðra skaðlega hluta eða að slík vandamál verði leiðrétt komi þau fram.

 10. Skaði gagnvart öðrum – Þú samþykkir að á þessu vefsvæði munir þú hvorki færa inn né tengja á upplýsingar eða efni sem gæti verið skaðlegt öðrum. Meðal annars samþykkir þú að hafa ekki villur eða galla í efni eða upplýsingum, með fullri vitund eða á annan hátt, sem meðal annars geta falið í sér ærumeiðingar, meiðyrði eða rógburð eða hvetja til haturs eða sem á annan hátt geta leitt til lögbrots eða skaðabótaábyrgðar nokkurs einstaklings eða aðila.

 11. Öll réttindi áskilin – ONWARD áskilur sér öll réttindi sem ekki eru sérstaklega veitt í þessum skilmálum. Ekkert í þessum skilmálum skal túlkað þannig að það veiti, með vísbendingu, hindrun eða öðrum rétti, leyfi eða réttindi á hvers kyns höfundarrétti, einkaleyfi, vörumerki eða öðrum hugverkaréttindum ONWARD eða annars lögaðila.

 12. Gildandi lög – Þessu vefsvæði er stjórnað og það er rekið af Onward Manufacturing Company Ltd frá Waterloo, Ontario í Kanada og skulu þessi skilmálar falla undir lög Ontario-ríkis og gildandi lög í Kanada, óháð reglum um lagaskil. Þú samþykkir að lúta þessum lögum og lögsagnarumdæmi Ontario-fylkis að því er varðar túlkun eða beitingu þessara skilmála. Þeir sem velja að nota þetta vefsvæði frá öðrum stöðum gera það að eigin frumkvæði og bera ábyrgð á að fylgja lögum viðkomandi staðar ef og að því marki sem slík lög gilda.

 13. Breytingar á skilmálum – ONWARD kann af og til og án fyrirvara að breyta, aðlaga eða á annan hátt uppfæra skilmála sem gilda um þetta vefsvæði og þú samþykkir að lúta þeim skilmálum sem eru í gildi þegar þú notar vefsvæði ONWARD.