Reyking

Bættu nýrri grillupplifun í farteskið og uppgötvaðu hversu einfalt er að kalla fram ljúffengt reykbragð.

Bragðbæting í lögum

Lykillinn að velheppnaðri reykingu er að krydda matinn á margvíslegan hátt sem tónar vel við ríkt reykbragðið sem myndast við eldun með Keg-grilli. Þessu er hægt að ná fram með því að „bragðbæta í lögum“. Margar leiðir eru að þessari bragðbætingu, en svona getur hún gjarnan litið út:

Skref 1:

Nuddaðu gulu sinnepi inn í kjötið og nuddaðu síðan þurri kryddblöndu á það. Leyfðu kjötinu að bíða í eina klukkustund þannig að skorpa myndist á því.

Þetta skref verður til þess að edikið í sinnepinu gerir kjötið meyrt og kryddblandan festist við kjötið og myndar skorpu í reykingunni.

Einnig stuðlar þetta að afar góðu bragði og heldur kjötinu safaríku.

Skref 2:

Penslaðu kjötið eða úðaðu á það á hálftíma fresti meðan reykingin stendur yfir.

Þetta eykur enn við bragðið og gerir matinn safaríkan.

Step 3:

Settu sósu eða gljáa á matinn síðasta hálftímann.

Á þessum tímapunkti skal opna loftop grillsins, en þannig hækkar eldunarhitastigið og bragðbætingin nær algeru hámarki.

Settu viðinn á 5-10 mínútum áður en kjötið er sett á grillið – hrátt kjöt tekur reykbragðið mun betur í sig en kjöt sem byrjað er að elda. Mikill reykur strax í upphafi eykur enn við grillbragðið.

Skref 4:

Láttu kjötið ávallt standa undir loki í a.m.k. 20 mínútur til að kjötið dragi í sig kjötsafann.

Svipaða aðferð en enn einfaldari er hægt að nota við eldun á grænmeti, en þá er notað salt og pipar, einfaldar kryddblöndur og ávaxtasafi sem úðað er á matinn.

Önnur skemmtileg leið, sem kemur í staðinn fyrir þurru kryddblönduna, er að leggja kjötið (t.d. kalkún eða svínakótilettur) í kryddlög, en þannig dregur það í sig bæði bragð og vökva.

Kíktu á þessa grillfylgihluti.

Whiskey-reykspónn

63215