Grillaðferðir

Hægt er að elda mat á fjölbreyttan hátt á grillinu. Aðferðin sem þú notar fer eftir því hvaða kjöthluta á að grilla eða hvers kyns mat þú vilt elda. Þú getur notað allar þessar aðferðir til að ná því mesta út úr grillinu þínu og vekja þannig aðdáun gestanna!

Grillað á teini

Þar sem kjötið snýst stöðugt við grillunina er það sjálfkrafa baðað í náttúrulegum kjötsafa og verður því sérlega safaríkt og meyrt.

Bestu kjötbitarnir fyrir grillun á teini eru þéttir, úrbeinaðir eða beinlausir kjötbitar, en þó er einnig hægt að matreiða kjötbita með beini ef hægt er að koma þeim þannig fyrir á spjótinu að þeir snúist auðveldlega. Grillin kunna að vera útbúin með aftari grillteinsbrennurum en einnig er hægt að nota neðri brennarana. Hér á eftir fylgja leiðbeiningar um undirbúning grillsins fyrir báðar aðferðir. Hægt er að grilla á teini á sama tíma og annar matur er matreiddur á grillinu. Þá er kjötið einfaldlega aðeins fest öðrum megin á spjótið og annar matur grillaður á grillgrindunum hinum megin.

AFTARI GRILLTEINSBRENNARINN NOTAÐUR

GRILLIÐ UNDIRBÚIÐ

1. Taktu grillgrindurnar og efri grindina úr grillinu ef þörf krefur.
2. .Settu álbakkann undir grillteininn og staðsettu hann beint undir kjötinu.
3. Forhitaðu grillið með grillteinsbrennarann á „MEDIUM/HIGH“ í 10 mínútur.

KJÖTIÐ SETT Á SPJÓTIÐ

1. Settu einn gaffalinn upp á stöngina og dragðu hann alla leið.
2. Stingdu spjótinu inn í miðja steikina á langveginn og notaðu hinn gaffalinn til að festa hana á sínum stað.
3. Þéttu gaffalinn vel.

GÆTTU ÞESS AÐ KJÖTIÐ HAFI NÁÐ GÓÐU JAFNVÆGI Á SPJÓTINU

1. Losaðu mótvægi spjótsins.
2. Leggðu spjótið yfir grillkassann og láttu þyngri hlið steikarinnar snúa niður.
3. Stilltu mótvægið upp í hæstu stöðu til að jafna út þyngdina og togaðu síðan í handfang stangarinnar.
4. Stingdu spjótinu í grillteinsmótorinn og kveiktu á honum.
5. Gakktu úr skugga um að kjötið snúist með jöfnum hætti og stilltu jafnvægið ef þörf krefur.
(Ath! Láttu álbakkann aldrei þorna; það getur valdið bruna.) Hafðu könnu af heitu vatni innan handar og bættu varlega á álbakkann þegar lítið af vatni er eftir. Notaðu ofnhanska til að verja hendurnar fyrir bruna vegna uppgufunar.

AÐALBRENNARARNIR NOTAÐIR MEÐ GRILLTEININUM

GRILLIÐ UNDIRBÚIÐ

1. Taktu grillgrindurnar og efri grindina úr grillinu ef þörf krefur.
2. Forhitaðu grillið með alla brennara á „MEDIUM“ í 10 mínútur.
3. Slökktu á miðjubrennaranum.
4. Settu álbakkann undir grillteininn og staðsettu hann beint undir kjötinu.
5. Fylltu álbakkann (2,5 cm botnfylli) með vatni, víni eða safa og jurtum til bragðbætingar.

KJÖTIÐ SETT Á SPJÓTIÐ

1. Settu einn gaffalinn upp á stöngina og dragðu hann alla leið.
2. Stingdu spjótinu inn í miðja steikina á langveginn og notaðu hinn gaffalinn til að festa hana á sínum stað.
3. Þéttu gaffalinn vel.

GÆTTU ÞESS AÐ KJÖTIÐ HAFI NÁÐ GÓÐU JAFNVÆGI Á SPJÓTINU

1. Losaðu mótvægi spjótsins.
2. Leggðu spjótið yfir grillkassann og láttu þyngri hlið steikarinnar snúa niður.
3. Stilltu mótvægið upp í hæstu stöðu til að jafna út þyngdina og togaðu síðan í handfang stangarinnar.
4. Stingdu spjótinu í grillteinsmótorinn og kveiktu á honum.
5. Gakktu úr skugga um að kjötið snúist með jöfnum hætti og stilltu jafnvægið ef þörf krefur.
(Ath! Láttu álbakkann aldrei þorna; það getur valdið bruna.) Hafðu könnu af heitu vatni innan handar og bættu varlega á álbakkann þegar lítið af vatni er eftir. Notaðu ofnhanska til að verja hendurnar fyrir bruna vegna uppgufunar.

Kíktu á þessa grillfylgihluti.

Sósu- og penslunarsett

61490