Grillleiðbeiningar

Notaðu grillleiðbeiningarnar okkar til að finna réttar upplýsingar um kjötskurðinn, grilltímann og hitastigið.

Grillleiðbeiningar fyrir grænmeti

Þegar við grillum grænmeti kemur góður, reyktur keimur af matnum. Gott er að grilla í ríflegu magni til að hægt sé að nota afgangana í súpur eða salöt, á samlokur, pitsur eða í pastarétti. Ef grænmetið sem þú notar er með stærri flötum skaltu nota tæknina sem myndar fullkomnar grillrendur.

Grænmeti

Undirbúningstími

Heildartími

Spergill

Þvoið aspasinn og brjótið endana af. Dreypið á með ólífuolíu og stráið flögusalti yfir fyrir eldun.

Grillið á „MEDIUM/LOW“ í 6-8 mínútur og snúið einu sinni.

Bakaðar kartöflur

Skrúbbið kartöflurnar vandlega og stingið göt í þær á nokkrum stöðum með beittum hnífi. Pakkið þeim vandlega inn í álpappír og leggið þær á efri grindina.

Grillið á „MEDIUM“ í 35–45 mínútur.

Rauðrófur

Hreinsið vandlega. Dreypið á með ólífuolíu og stráið salti og pipar yfir fyrir eldun. Vefjið inn í álpappír ásamt einum stilk af fersku tímían.

Grillið á „MEDIUM“ í eina klukkustund á efri grindinni þar til rófurnar eru orðnar mjúkar.

Blómkál

Skerið blómkálið í meðalstóra hnúða. Dreypið á með ólífuolíu og stráið salti og pipar yfir.

Grillið á efri grindinni í 25 mínútur þar til grænmetið er gullinbrúnt.

Maísstönglar

Afhýðið ekki, en fjarlægið efstu þræðina og látið liggja í bleyti í köldu vatni í 20 mínútur. Hristið vatnið vel af.

Grillið í 20 mínútur á „MEDIUM/LOW“, fjarlægið hýðið varlega og berið fram með smjöri, salti og pipar.

Eggaldin

Afhýðið ef þess er óskað og skerið langsum eða þversum. Stráið salti á eggaldinsneiðarnar og látið standa í 20 mínútur á eldhúspappír til að losa úr þeim beiska bragðið sem kann að vera af þeim. Þurrkið það sem eftir situr af salti og vökva af sneiðunum og penslið síðan vel með ólífuolíu.

Grillið samtals í 10-12 mínútur og farið eftir leiðbeiningum um fullkomnar grillrendur.

Grilluð paprika

Þvoið og skerið í stóra bita. Fjarlægið innvols og fræ. Dreypið á með ólífuolíu.

Grillið samtals í 10–12 mínútur á „MEDIUM/LOW“ og farið eftir leiðbeiningum um fullkomnar grillrendur.

Sveppir

Þerrið með hreinum klúti eða eldhúspappír. Fjarlægið alla grófa stilka. Leggið í ólífuolíu eða edik með kryddjurtum.

Grillið á „MEDIUM/LOW“ í 5–7 mínútur.

Smáar sælkerakartöflur

Hreinsið vandlega. Blandið við ólífuolíu og flögusalt.

Grillið á „MEDIUM“ í 25–30 mínútur og snúið kartöflunum reglulega.

Laukur

Skerið í þykkar sneiðar. Stingið teini í gegnum sneiðarnar til að halda þeim saman og penslið með ólífuolíu.

Grillið í 20-30 mínútur á „MEDIUM/LOW“ á efri grindinni og farið eftir leiðbeiningum um fullkomnar grillrendur. Á þessum tímapunkti er hægt að vefja laukinn í álpappír og halda elduninni áfram þar til hann brúnast, ef þess óskast.

Ristaður hvítlaukur

Skerið ofan af hvítlaukshausnum. Hellið ólífuolíu yfir laukinn, vefjið hann í álpappír og setjið hann á efri grindina.

Grillið á „LOW“ í 30 mínútur.

Ristuð paprika

Hreinsið vel og setjið á grillið.

Grillið á „MEDIUM“ þar til hýðið hefur sviðnað alveg. Að því loknu er paprikan sett í pappírspoka þar til gufan hefur losað um hýðið. Látið paprikuna kólna áður en hún er afhýdd og fræin fjarlægð.

Sætar kartöflur í sneiðum

Afhýðið og skerið í fjóra hluta á lengdina. Penslið með ólífuolíu og bragðbætið með hvítlauk og rósmaríni.

Grillið samtals í 20 mínútur á „MEDIUM/LOW“ og farið eftir leiðbeiningum um fullkomnar grillrendur.

Sætar kartöflur, heilar

Skrúbbið vel, stingið nokkur göt með beittum hnífi og vefjið inn í álpappír. Setjið á efri grindina.

Grillið á „MEDIUM“ í 35–40 mínútur.

Tómatar

Þvoið og skerið í tvennt. Losið fræin úr og fjarlægið þau, stráið salti yfir og látið standa á eldhúspappír í 10 mínútur. Nuddið með hvítlauksgeira skornum í tvennt og dreypið ólífuolíu yfir.

Grillið í 15–20 mínútur á „LOW“ og farið eftir leiðbeiningum um fullkomnar grillrendur.

Kúrbítur

Skerið ýmist á lengdina eða breiddina, eftir smekk. Dreypið á með ólífuolíu og stráið flögusalti yfir.

Grillið samtals í 8 mínútur á „MEDIUM/LOW“ og farið eftir leiðbeiningum um fullkomnar grillrendur.

 

Kíktu á þessa grillfylgihluti.