Reyking

Bættu nýrri grillupplifun í farteskið og uppgötvaðu hversu einfalt er að kalla fram ljúffengt reykbragð.

Grillleiðbeiningar fyrir reykt grænmeti

Með þessari aðferð færðu ekki aðeins reykbragð að grænmetinu heldur fær það einnig sætt bragð og afar mjúka áferð. Þú getur reykt grænmeti hvenær sem þú notar grillið til að reykja kjöt eða annan mat. Þannig geturðu búið til hráefni fyrir pítsur, salöt eða súpur.

Hægt er að reykja nánast hvaða grænmeti sem er. Hér er að finna lista – með grillleiðbeiningum – yfir nokkrar tegundir sem við höldum mikið upp á og gott er að reykja á lágum hita.

Grænmeti

Undirbúningur

Áætlaður eldunartími

Kúrbítur

Í þykkum sneiðum

1,5 klukkustundir

Paprika

Skorin í helminga og kjarnhreinsuð

1,5 klukkustundir

Eggaldin

Skorið í helminga

3 klukkustundir

Eggaldin

Í þykkum sneiðum

1,5 klukkustundir

Tómatar

Skorið í helminga

2 klukkustundir

Grasker

Skorin í helminga og kjarnhreinsuð

3–4 klukkustundir

Hvítlaukur

Í heilu lagi

1,5 klukkustundir

Maísstönglar

Með hýðinu, en fjarlægja þarf þræðina

1,5 klukkustundir

Spergill

Brjótið harða enda af

1,5 klukkustundir

Sveppir

Hreinsaðir og þurrkaðir

1 klukkustundir

Blómkál

Skorið í stóra hnúða

1 klukkustundir

Sætar kartöflur

Afhýddar og í þykkum sneiðum

1,5 klukkustundir

Laukur

Skorinn í báta

1,5 klukkustundir

Kíktu á þessa grillfylgihluti.

Rommtunnuspónn

63255