Grillaðferðir

Hægt er að elda mat á fjölbreyttan hátt á grillinu. Aðferðin sem þú notar fer eftir því hvaða kjöthluta á að grilla eða hvers kyns mat þú vilt elda. Þú getur notað allar þessar aðferðir til að ná því mesta út úr grillinu þínu og vekja þannig aðdáun gestanna!

Grillun á planka

Önnur og einstök leið til að grilla er að leggja matinn á planka. Þetta er gulltrygg leið til að ná framúrskarandi útkomu sem gleður matargestina. Reykurinn frá plankanum (sem staðsettur er beint fyrir ofan logana) fer djúpt inn í kjötið og myndar ómótstæðilegt grillbragð.

Það er sáraeinfalt að grilla á planka:

1. Leggið plankann í bleyti í a.m.k. eina klukkustund og þurrkið hann síðan með klúti.
2. Forhitaðu grillið í 10 mínútur með því að stilla á „HIGH“.
3. Penslið báðar hliðar plankans með ólífuolíu og leggið síðan kryddaðan matinn á plankann.
4. Leggðu plankann beint á grillið fyrir ofan logana og lækkaðu hitann í „MEDIUM/LOW“.
5. Grillaðu matinn eins lengi og þér finnst mátulegt og bingó – þá hefurðu grillað þína fyrstu plankasteik.
6. Grillplankar úr sedrusviði passa sérlega fyrir lax og geta einnig hentað fyrir annars konar kjöt. Fyrir svínakjöt hentar hlynur afar vel og birki er frábært fyrir lambakjöt.

(Ath! Gættu þess að fara varlega þegar grillplankinn er handleikinn að grillun lokinni og tryggðu að slokknað hafi alveg í áður en þú fleygir.

Kíktu á þessa grillfylgihluti.

Grillhanski og pottaleppur

60973