Reyking

Bættu nýrri grillupplifun í farteskið og uppgötvaðu hversu einfalt er að kalla fram ljúffengt reykbragð.

NOTKUNARÁBENDINGAR ÞEGAR KEG-GRILLIÐ ER NOTAÐ TIL REYKINGA

Rétt uppsetning í grennd við grillið

Lágt hitastig:

Keg-grillið skal undirbúið fyrir eldun við hitastig á milli 100 og 135°C í a.m.k. fimm klukkuarunsie. Hafðu Keg-grillið lokað

Raki

Notaðu úðunarkerfið til að tryggja raka í grillinu og viðhalda réttu hitastigi

Reykur:

Notaðu viðarbúta eða viðarspón til að kalla fram reykt grillbragð í matnum.

Afar mikilvægt er að leggja viðarspóninn í bleyti í 20-30 mínútur fyrir notkun. Að setja þurran spón í heitt grill getur valdið eldsvoða. Reykur frá brunnum spóni gefur súrt og beiskt bragð.

Settu viðinn á 5-10 mínútum áður en kjötið er sett á grillið – hrátt kjöt tekur reykbragðið mun betur í sig en kjöt sem byrjað er að elda. Mikill reykur strax í upphafi eykur enn við grillbragðið.

Um leið og skorpa myndast á kjötinu er afar erfitt að auka við reykbragðið. Kynntu þér „Leiðbeiningar um reykspón“ til að finna upplýsingar um réttan við.

Kíktu á þessa grillfylgihluti.