Reyking

Bættu nýrri grillupplifun í farteskið og uppgötvaðu hversu einfalt er að kalla fram ljúffengt reykbragð.

Leiðbeiningar um reykspón

Reyking er góð leið til að bragðbæta matinn sem þú grillar. Rétt eins og með krydd gefa mismunandi viðartegundir frá sér afar mismunandi bragð – allt frá kryddsterku bragði mesquite-viðar og hikkoríuviðar til sæts epla- og kirsuberjakeims.

Tegund

Bragð

Hentar vel fyrir

Mesquite-viður

Sterkt reykjar- og kryddbragð

Nautakjöt, svínakjöt

Hikkoríuviður

Sterkt reykjarbragð

Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt

Viskíkryddaður spónn

Kryddað reykjarbragð

Svínakjöt, fuglakjöt, nautakjöt

Hlynur

Sætt reykjarbragð

Svínakjöt, fuglakjöt

Pekanviður

Bragðmikið með fyllingu

Svínakjöt, fuglakjöt, lambakjöt

Kirsuberjaviður

Sætt reykjarbragð

Svínakjöt, fuglakjöt

Eplaviður

Sætt reykjarbragð

Svínakjöt, fuglakjöt, skelfiskur, ostur

Rauðölur

Milt reykjarbragð

Lambakjöt, svínakjöt

Sedrusviður

Milt, kryddað reykjarbragð

Skelfiskur, ostur

Ef þú hefur aldrei áður reykt mat skaltu ekki færast of mikið í fang – byrjaðu á að nota lítið af spæni (um það bil 1 dl), leggðu hann í bleyti í minnst hálftíma og settu hann síðan í reykbox úr ryðfríu stáli eða steypujárni. Reykboxið beinir loftflæðinu þannig að reykáhrifin verði sem best og lokar öskuna inni, sem tryggir að grillið helst hreint.

Kíktu á þessa grillfylgihluti.

Whiskey-reykspónn

63215

Rommtunnuspónn

63255