Grillaðferðir

Hægt er að elda mat á fjölbreyttan hátt á grillinu. Aðferðin sem þú notar fer eftir því hvaða kjöthluta á að grilla eða hvers kyns mat þú vilt elda. Þú getur notað allar þessar aðferðir til að ná því mesta út úr grillinu þínu og vekja þannig aðdáun gestanna!

Óbein grillun

Óbein grillun er hægunnin aðferð sem gott er að nota til að grilla stærri stykki, t.d. steikur eða heilan kjúkling. Eins og nafnið bendir til grillast maturinn ekki beint yfir hitanum heldur með því að heitt loft leikur um hann. Tvær aðferðir eru notaðar við óbeina grillun og báðar kalla þær á lágt hitastig og lokað grill. Önnur aðferðin notast við álbakka og með hinni aðferðinni er kjötið grillað með slökkt á einum brennara. Ekki þarf að snúa matnum eða ausa yfir hann; því er þessi aðferð afar þægileg og lítil hætta er á að skyndilega byrji að loga mikið í grillinu.

Grillun með álbakka

Við grillun með álbakka leka kjötsafi og fita niður og blandast við innihaldið í álbakkanum. Þessi blanda hitnar og gufar upp og þannig kemst bæði aukið bragð og raki sjálfkrafa í matinn. Með þessu móti fær maturinn framúrskarandi bragð og tryggt er að steikurnar, kjúklingurinn eða kalkúnninn verður safaríkur og meyr.

Grillun með álbakka – aðferð:

1. Fjarlægðu grindurnar og settu álbakkann ofan á Flav-R-Wave-stálburstirnar.
2. Helltu síðan vatni eða öðrum vökva, t.d. ávaxtasafa eða víni, í álbakkann.
3. Settu grillgrindurnar aftur á sinn stað.
4. Forhitaðu grillið með því að stilla á „HIGH“ í 10 mínútur og lækkaðu síðan niður í „MEDIUM“ eða „MEDIUM/LOW“.
5. Úðaðu eða penslaðu grindina með jurtaolíu og settu matinn á grillgrindurnar fyrir ofan álbakkann.
6. Lokaðu grillinu, komdu þér vel fyrir og slappaðu af á meðan maturinn tekur í sig magnað grillbragðið. Notaðu aldrei þurran álbakka.

Grillun með einum brennara

1. Komdu álbakka fyrir undir grillgrindunum ofan á ryðfríu Flav-R-Wave™-stálburstunum, þeim megin sem þú ætlar að slökkva á brennaranum.
2. Forhitaðu grillið með því að stilla á „HIGH“ og slökktu síðan á brennaranum.
3. Penslaðu eða úðaðu grindurnar með jurtaolíu.
4. Brúnaðu kjötið á öllum hliðum, þeim megin sem kveikt er á brennaranum. Færðu síðan kjötið yfir á þá hlið sem slökkt er.
5. Stilltu grillið á æskilegt hitastig (yfirleitt „MEDIUM“).
6. Með þessari aðferð verður útkoman stórkostlega bragðmikil, ekki bara þegar grillaðar eru steikur heldur líka stærri kjötstykki, kótilettur og kjúklingabitar.

Kíktu á þessa grillfylgihluti.