archive

Grænmeti á wok-pönnu

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   5 dl spergilkál í litlum bitum 5 dl blómkál í litlum bitum 1 rauð paprika, skorin í 2,5 cm teninga 1 kúrbítur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar 2,5 dl gulrætur, skornar í sneiðar á ská …

Grænmeti á wok-pönnu Read More »

Salat með grilluðum maís

Þetta er ljúft sumarsalat sem er með ferskum maís en það er líka hægt að gera það að vetri til og nota þá frosna maísstöngla.   Hráefni   8 ferskir maísstönglar 1 rauð paprika 1 gul paprika 1/2 dl sólþurrkaðir tómatar í sneiðum, í olíu 1 jalapeño-aldin, saxað 2 msk ferskt kóríander, saxað 1 lítið …

Salat með grilluðum maís Read More »

Grænmeti með balsamediki

Sætt bragðið af balsamedikinu fer sérlega vel við reykbragðið af grænmetinu. Ef það verður afgangur af réttinum er hægt að blanda honum saman við soðið pasta, svartar ólífur, saxaða ferska basilíku, sólþurrkaða tómata og smá skvettu af balsamediki og gera fljótlegt sumarsalat.   Hráefni   2 rauðar paprikur, skornar í tvennt 1 gul paprika, skorin …

Grænmeti með balsamediki Read More »

Ristaðar sætar kartöflur

Þetta er afar bragðgóður réttur sem hægt er að elda beint á grillgrindinni á olíuborinni grillrist eða á olíuborinni plötu. Það þarf að snúa sætu kartöflunum nokkuð reglulega til þær brenni ekki við.   Hráefni   8 meðalstórar sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í 2 cm bita 3 msk ólífuolía 1 tsk ferskt rósmarín, saxað …

Ristaðar sætar kartöflur Read More »

Ratatouille á spjóti

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   5 msk ólífuolía 2 msk rauðvínsedik 1 msk tómatsafi 4 skvettur af Tabasco-sósu 2 tsk piparkorn 1 tsk ferskt tímían Salt og pipar eftir smekk 6 kirsuberjatómatar 1 lítið eggaldin, skolað og skorið í 2 cm …

Ratatouille á spjóti Read More »

Kryddlegið grænmeti

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   1/2 rauðlaukur, skorinn langsum 1/2 rauð paprika, skorin langsum 1/2 gul paprika, skorin langsum 3 litlir kúrbítar, sneiddir langsum 6 gulrætur í strimlum 18 grænir sperglar, skornir í þrjá hluta hver Salt og pipar eftir smekk …

Kryddlegið grænmeti Read More »

Polenta með rósmaríni

Polenta er ljúffengt meðlæti með grilluðu grænmeti, pylsum og mörgu öðru.   Hráefni   2 1/4 dl þurrkað maísmjöl, sem er hæfilegur skammtur fyrir 5 2 tsk ferskt rósmarín, saxað U.þ.b. 1 dl brætt smjör 1 msk smjör (fyrir ofnfatið) Nýrifinn parmesanostur   Aðferð   Sjóðið maísmjölið í söltu vatni í samræmi við leiðbeiningarnar á …

Polenta með rósmaríni Read More »

Pastasósa úr grilluðum tómötum

Einnig er hægt að setja penne-pasta saman við og bera fram kalt sem salat.   Hráefni   1 heill hvítlaukur 12 meðalstórir plómutómatar, skornir í helminga Salt og pipar eftir smekk Rúmlega 1 dl ólífuolía U.þ.b. 1 dl ítölsk steinselja, söxuð U.þ.b. 1 dl fersk basilíka, söxuð 2 msk smjör U.þ.b. 1/2 dl parmesanostur, rifinn …

Pastasósa úr grilluðum tómötum Read More »

Einnig er hægt að setja penne-pasta saman við og bera fram kalt sem salat.

 

Hráefni

 

 • 1 heill hvítlaukur
 • 12 meðalstórir plómutómatar, skornir í helminga
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Rúmlega 1 dl ólífuolía
 • U.þ.b. 1 dl ítölsk steinselja, söxuð
 • U.þ.b. 1 dl fersk basilíka, söxuð
 • 2 msk smjör
 • U.þ.b. 1/2 dl parmesanostur, rifinn
 • Fettucine eða annað pasta

 

Aðferð

 

 1. Forhitið grillið með því að stilla á „LOW“. Dreypið ólífuolíu yfir heilan hvítlauk og leggið hann á upphitunarhilluna. Grillið þar til hvítlaukurinn er meyr, í um það bil 20 mínútur.
 2. Blandið því næst tómathelmingunum saman við svolitla ólífuolíu, salt og pipar í skál.
 3. Hækkið hitann í „MEDIUM/HIGH“ og grillið tómatana með hýðið niður þar til þeir sviðna svolítið, eða í 2-3 mínútur. Snúið þeim einu sinni og grillið í 2-3 mínútur í viðbót, þar til þeir eru fulleldaðir. Takið tómatana af grillinu, fleygið hýði og fræjum og hakkið tómatakjötið gróft.
 4. Látið suðuna koma upp í stórum potti með saltvatni á hliðarbrennaranum. Setjið pastað í pottinn og sjóðið þar til það er al dente.
 5. Þrýstið ristuðu hvítlauksgeirunum úr hýðinu og í skálina með söxuðu tómötunum. Hrærið steinselju, basilíku, smjöri og afganginum af ólífuolíunni saman við og saltið og piprið eftir smekk.
 6. Setjið heitt pasta saman við og stráið parmesanosti yfir.