archive

„Granny Hills“-grillsósa

Þetta er einföld sósa með rifjum eða kótilettum.   Hráefni   U.þ.b. 2 dl tómatsósa U.þ.b. 2 dl vatn 2/3 dl ostrusósa 1 msk chiliduft 2 msk púðursykur Skvetta af sterkri piparsósu   Aðferð   Blandið hráefnunum saman í potti og látið sjóða á hliðarbrennaranum þar til sósan þykknar. Penslið grillmatinn með sósunni við lok …

„Granny Hills“-grillsósa Read More »

Kryddlögur með límónu og engiferi

Frábær kryddlögur fyrir kjúkling, fisk eða svínakjöt.   Hráefni   2 hvítlauksgeirar, saxaðir 2 límónur 1 msk jurtaolía 1 msk hunang 1 msk sojasósa Bútur af fersku engiferi (u.þ.b. 2,5 cm), afhýddur og pressaður 1 msk fersk mynta, söxuð Salt og pipar eftir smekk   Aðferð   Raspið börkinn af límónunum og kreistið svo safann …

Kryddlögur með límónu og engiferi Read More »

Kryddlögur með jalapeño-aldini

Þessi lögur er mjög bragðmikill og því þarf maturinn ekki að liggja lengi í honum. Hann hentar því vel þegar framreiða þarf góða máltíð í einum grænum í lok vinnudags.   Hráefni   1 dl jalapeñohlaup 2/3 dl skalottlaukur, fínsaxaður 2 tsk rifinn límónubörkur 2 hvítlauksgeirar, saxaðir U.þ.b. 1 dl límónusafi U.þ.b. 1/2 dl ólífuolía …

Kryddlögur með jalapeño-aldini Read More »

Teriyakisósa

Frábær sósa með fiski (sérstaklega laxi, sverðfiski, túnfiski og barra), kjúklingi og nautakjöti. Nuddið fiskinn, fuglinn eða kjötið með sesamolíu áður en byrjað er að grilla. Penslið svo með sósunni við lok grilltímans, þar sem þessi sósa er með miklum sykri og brennur því auðveldlega. Berið afganginn af sósunni fram með matnum, ásamt gufusoðnum hrísgrjónum. …

Teriyakisósa Read More »

Þurrkryddblanda með sítrónu og chili

Þessi bragðmikla þurrkryddblanda er frábær fyrir svínakjöt eða fuglakjöt. Notið blönduna eina sér eða með uppáhalds grillsósunni ykkar.   Hráefni   4 msk sykur 4 msk flögusalt 3 msk chiliduft 1 tsk malað broddkúmen 1 tsk þurrkað óreganó 1 tsk möluð kóríanderfræ 1 tsk sinnepsduft 1 msk sítrónubörkur, fínrifinn   Aðferð   Blandið öllum hráefnunum …

Þurrkryddblanda með sítrónu og chili Read More »

Soðsósa með grillkjöti á teini

Einn af kostunum við að grilla á grillteini er að kjötsafinn safnast í álbakkann. Lagið þessa uppskrift eftir eigin höfði með því að nota mismunandi gerðir af kjötsoði (t.d. nautasoð ef verið er að steikja nautakjöt).   Hráefni   Grillsoð U.þ.b. 1/2 l kjúklingasoð U.þ.b. 1/2 dl hveiti   Aðferð   Setjið álbakkann á hliðarbrennarann …

Soðsósa með grillkjöti á teini Read More »

Grillsósa með hlynsírópi

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   1 dl hlynsíróp U.þ.b. 2 dl jurtaolía U.þ.b. 1 dl sojasósa 2 msk einiber (má sleppa) 3 1/2 dl eplasíderedik U.þ.b. 1 dl sýróp 3 msk Dijon-sinnep   Aðferð   Blandið öllum hráefnunum saman og penslið …

Grillsósa með hlynsírópi Read More »

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

 

Hráefni

 

  • 1 dl hlynsíróp
  • U.þ.b. 2 dl jurtaolía
  • U.þ.b. 1 dl sojasósa
  • 2 msk einiber (má sleppa)
  • 3 1/2 dl eplasíderedik
  • U.þ.b. 1 dl sýróp
  • 3 msk Dijon-sinnep

 

Aðferð

 

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og penslið á svínakjöt, kjúkling eða fisk við lok grilltímans til að forðast að sykurinn í sósunni brenni.