Grillgrindur úr steypujárni hafa ryðgað. Hvað á ég að gera?

Grindurnar geta ryðgað ef misfarist hefur að halda þeim við og smyrja þær nægilega vel. Fylgdu þessum leiðbeiningum til að fjarlægja ryð og smyrja grindurnar.

1.

Opnaðu grillið, kveiktu á því og stilltu það á „HIGH/MEDIUM“. Settu lokið á og bíddu í tíu mínútur. Þetta hjálpar til við að brenna burt matarleifar og leifar af olíu. Opnaðu síðan lokið og slökktu á hitanum. Svo skal bursta burt allar matarleifar með grillbursta úr stáli og þá verður grillið tandurhreint. ATHUGIÐ! Við mælum með að þú notir aðeins grillbursta úr stáli til að hreinsa grindurnar. Burstar úr ryðfríu stáli henta best til að hreinsa matarleifar af grillinu hratt og vel.

2.

Penslaðu eða úðaðu þunnu lagi af jurtaolíu yfir alla steypujárnsgrindina. Gakktu úr skugga um að allt yfirborðið hafi verið húðað vandlega með olíu, þar á meðal öll horn. ATHUGIÐ! Við mælum með því að nota jurtaolíu, ólífuolíu, repjuolíu, sólblómaolíu eða jurtafeiti. EKKI NOTA saltaða feiti á borð við smjörlíki eða smjör. Hún brennur við lágan hita og verndar ekki grindina.
Geymsla steypujárnsgrinda:
Ef grillið er ekki notað í langan tíma skaltu geyma steypujárnsgrindurnar á þurrum og hlýjum stað. Ef þú smyrð grillgrindurnar með matarolíu (við stofuhita) fá þær meiri vörn gegn ryði.