Grillið mitt er ekki nægilega heitt og það kviknar aðeins á því í takmarkaðan tíma. Hver gæti ástæðan verið?

Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu. Fylgdu þessum einföldu leiðbeiningum:

1.

Gakktu fyrst úr skugga um að gaskúturinn sé ekki tómur.

2.

Önnur ástæða getur verið að öryggislokinn hafi orðið virkur, sem getur verið vegna leka í kerfinu eða vegna þess að stjórnloki var opinn þegar skrúfað var frá gaskútnum. Athugaðu hvort leki sé til staðar með því að bera sápuvatn á allar tengingar.

3.

Ef stjórnloki var opinn þegar skrúfað var frá gaskútnum gæti verið að öryggisloki þrýstijafnarans hafi orðið virkur. Þú ræður bót á þessu með því að skrúfa fyrir gaskútinn, setja rofa grillsins á „OFF“ og aftengja þrýstijafnarann frá gaskútnum. Tengdu því næst þrýstijafnarann við gaskútinn og skrúfaðu varlega frá gaskútnum. Þetta endurstillir þrýstijafnarann og kemur eðlilegu gasstreymi aftur á.