Það eru hvítir flekkir utan á grilllokinu. Hvernig losna ég við þá?

Þetta stafar af oxun. Ef hvítir oxunarblettir koma fram á málmhlutum skal hreinsa þá með heitu vatni og mildum uppþvottalegi. Skolaðu yfirborðið vandlega og þurrkaðu það. Pússaðu svo yfirborðið með klúti sem dýft hefur verið í jurtaolíu til að ná fram gljáa. Gera má við rispur og bletti með því að úða á með svörtum lit sem þolir háan hita (300°). Búast má við reyk við notkun í nokkur skipti eftir að olía er borin á.