Lítill logi er á brennaranum og það tekur óeðlilega langan tíma fyrir hann að hitna.

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að komast að því hvert vandamálið er:
Á slöngu og þrýstijafnara grillsins er öryggiseiginleiki sem verður virkur þegar gas byrjar skyndilega að streyma. Eiginleikinn getur orðið virkur fyrir mistök ef skrúfað er frá gaskútnum þegar opið er fyrir brennara grillsins. Þú ræður bót á þessu með því að skrúfa fyrir gaskútinn, setja rofa grillsins á „OFF“ og aftengja þrýstijafnarann frá gaskútnum. Tengdu því næst þrýstijafnarann við gaskútinn og skrúfaðu varlega frá gaskútnum. Þetta endurstillir þrýstijafnarann og kemur eðlilegu gasstreymi aftur á.
Ef þetta leysir ekki vandann gæti verið leki í kerfinu sem gerir öryggiseiginleikann virkan. Fylgdu skrefunum fyrir „Lekaprófun“ til að komast að orsök lekans.