Logi brennarans er ójafn. Hvernig laga ég það?

Í brennaranum kann að vera stífla sem kemur í veg fyrir óhindrað flæði gass og lofts. Þegar grillið hefur kólnað skaltu fjarlægja brennarana og athuga brennaratengin. Ef opin eru stífluð skaltu hreinsa þau með mjúkum bursta. Einnig er hægt að hreinsa óhreinindi með því að ýta með pappírsklemmu inn í brennarana (eða öðru litlu áhaldi – aldrei má bora í eða sverfa í brennaratengin, slík stækkun á þeim mun skemma brennarann).
Næsta skref er að hreinsa þrengslarör brennarans. Ýttu bursta eða pípuhreinsi alla leið inn í rörið og snúðu á sama tíma. Dragðu burstann út og athugaðu hvort einhver óhreinindi eru á honum. Hafðu í huga að köngulær sækja í gaslykt og gætu hafa komið sér fyrir í þrengslarörunum. Til að koma í veg fyrir að það gerist skaltu tryggja að köngulóavörnin sé alltaf fyrir loftinntakinu.