Það kviknar ekki lengur á grillinu. Hvað gæti verið að?

Prófaðu að kveikja á grillinu með eldspýtu. Ef ekki kviknar á brennaranum liggur vandinn í kveikikerfinu. Sjá „Kveikirofinn virkar ekki“ hér fyrir neðan.
Hér eru nokkrar mögulegar ástæður sem geta valdið því að ekki kviknar á grillinu með eldspýtu:

LÍKLEG ÁSTÆÐA

ÚRRÆÐI

Gasið er búið

Fylltu á gasið

Öryggislokinn á þrýstijafnaranum hefur orðið virkur

Lestu G- Grillið hitnar ekki

Þrýstijafnarinn er ekki tengdur rétt við loka gaskútsins

Hertu snúningsskífuna á gaskútnum

Þrengslarörið er stíflað eða passar ekki við lokaopið

Fjarlægðu brennarann, hreinsaðu þrengslarörið og stilltu því upp að lokaopinu – nánari upplýsingar eru í „Ekki kviknar á brennaranum“

Slangan er undin..

Réttu úr slöngunni. Haltu henni frá botni grillkassans.

Ef þú ert enn í vandræðum skaltu hafa samband við næsta söluaðila.
Kveikirofinn virkar ekki
Sure-Lite™-kveikibúnaðurinn samanstendur af kveikirofa og rafskauti/rafskautum. Rafskaut geta orðið fyrir oxun og fituuppsöfnun sem getur minnkað neistamyndun. Fylgdu þessum einföldu leiðbeiningum:
Fyrst skaltu ganga úr skugga um að ekki þurfi aðeins að skipta um rafhlöðu. Skrúfaðu rofann af stjórnborðinu/fyrir aftan hurðina/lúguna, taktu gömlu rafhlöðuna út og prófaðu með nýrri. Ef þú heyrir smell og það kviknar á brennaranum hefur þú leyst úr vandanum. Ef enn kviknar ekki skaltu fara í skref 2.
Þú þarft að fjarlægja grillgrindurnar og Flav-R-Wave™-hitadreifarana til að komast að rafskautinu/rafskautunum. Tryggðu að vír tengi rafskautið við kveikirofa og að hann sé rétt tengdur við brennarann. Vírinn er að finna fyrir aftan stjórnborðið. Hreinsaðu tengingar milli rafskauta og kveikirofans með bursta eða gætilega með sandpappír. Tengdu rafskautið aftur við kveikirofann og prófaðu að ýta á hann. Ef þú heyrir ekki smell gæti þurft að skipta um rafskaut.
Kveikirofi
Athugaðu hvort rofinn gefur frá sér smell þegar þú þrýstir á hann. Ef smellur heyrist skaltu lesa hlutann „Rafskaut“. Ef smellur heyrist ekki skaltu skipta um rafhlöðu og reyna aftur. Skrúfaðu rofann af, taktu gömlu rafhlöðuna út og prófaðu með nýrri. Ef enn heyrist ekki smellur skaltu hafa samband við næsta söluaðila.
Rafskaut
Þú þarft að fjarlægja grillgrindurnar og Flav-R-Wave™-hitadreifarana til að komast að rafskautinu/rafskautunum. Gættu þess að allir vírar rafskautanna séu tengdir tryggilega á báðum endum. Þú finnur þessa víra undir stjórnborðinu. Kannaðu næst rafskautin. Ýttu á kveikirofann til að sjá hvort neisti myndist. Hreinsaðu tengingar milli rafskauta og kveikirofans með bursta eða gætilega með sandpappír.