Svart olíukennt sót er á grillgrindunum og líka á matnum. Hvers vegna gæti þetta verið?

Svarta lagið er merki um að þrengslarörin á brennaranum gætu verið stífluð, sem gerir að verkum að brennararnir fá ekki nægilega mikið af gasi og lofti. Önnur ástæða gæti verið að grillið þurfi á vandlegri hreinsun að halda. Fylgdu þessum einföldu leiðbeiningum til að ráða bót á þessu:

1.

Þegar grillið hefur kólnað skaltu fjarlægja brennarana og athuga brennaratengin. Ef opin eru stífluð skaltu hreinsa þau með mjúkum bursta. Einnig er hægt að hreinsa óhreinindi með því að ýta með pappírsklemmu inn í brennarana (eða öðru litlu áhaldi – aldrei má bora í eða sverfa í brennaratengin, slík stækkun á þeim mun skemma brennarann).

2.

Næsta skref er að hreinsa þrengslarör brennarans. Ýttu bursta eða pípuhreinsi alla leið inn í rörið og snúðu á sama tíma. Dragðu burstann út og athugaðu hvort einhver óhreinindi eru á honum. Hafðu í huga að köngulær sækja í gaslykt og gætu hafa komið sér fyrir í þrengslarörunum. Til að koma í veg fyrir að það gerist skaltu tryggja að köngulóavörnin sé alltaf fyrir loftinntakinu.

3.

Einnig gæti hafa safnast upp fita sem brennur á botni grillsins. Til að ráða bót á þessu skaltu fjarlægja grillgrindurnar og Flav-R-Wave™-hitadreifara. Notaðu grillbursta úr ryðfríu stáli og skafðu botn grillkassans þar til óhreinindin losna. Notaðu síðan iðnaðarryksugu til að hreinsa upp ösku og óhreinindi.