Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.
Hráefni
- U.þ.b. 350 g hörpudiskur
- U.þ.b. 1/2 dl majónes
- U.þ.b. 200 g sveppir
- 3 msk ólífuolía, tæpur dl af hvítvíni
- 3 msk fínn brauðraspur
- 2 msk saxaður laukur
- 1 msk söxuð steinselja
- 2 pressaðir eða saxaðir hvítlauksgeirar
- Chiliflögur og salt á hnífsoddi
Aðferð
- Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“.
- Lækkið hitann í „MEDIUM“. Penslið álform með 1 msk af olíu. Setjið formið á grillið og bakið sveppahattana í um það bil 10 mínútur.
- Blandið sveppastilkunum vel saman við brauðrasp, lauk, steinselju, rauða papriku, hvítlauk og salt. Setjið hörpudiskinn og vínið í álbakkann. Stráið þurrefnablöndunni yfir.
- Dreypið því sem eftir er af olíunni yfir. Bakið í 20 mínútur, eða þar til hörpudiskurinn er fulleldaður.