Bakaður hörpudiskur með sveppum í hvítlaukssósu

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.
Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

 

Hráefni

 

  • U.þ.b. 350 g hörpudiskur
  • U.þ.b. 1/2 dl majónes
  • U.þ.b. 200 g sveppir
  • 3 msk ólífuolía, tæpur dl af hvítvíni
  • 3 msk fínn brauðraspur
  • 2 msk saxaður laukur
  • 1 msk söxuð steinselja
  • 2 pressaðir eða saxaðir hvítlauksgeirar
  • Chiliflögur og salt á hnífsoddi

 

Aðferð

 

  1. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“.
  2. Lækkið hitann í „MEDIUM“. Penslið álform með 1 msk af olíu. Setjið formið á grillið og bakið sveppahattana í um það bil 10 mínútur.
  3. Blandið sveppastilkunum vel saman við brauðrasp, lauk, steinselju, rauða papriku, hvítlauk og salt. Setjið hörpudiskinn og vínið í álbakkann. Stráið þurrefnablöndunni yfir.
  4. Dreypið því sem eftir er af olíunni yfir. Bakið í 20 mínútur, eða þar til hörpudiskurinn er fulleldaður.