Gufan af bjórnum gerir kjötið mjög meyrt og hár grillhiti gerir haminn stökkan og ljúffengan. Kjúklingurinn verður fullkominn í hvert skipti. Hollráð: Gætið þess að fuglinn standi tryggilega á dósinni áður en grillinu er lokað, annars getur hann oltið um koll og allur bjórinn runnið úr dósinni. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn af grillinu með grillhönskum og þá þarf að gæta þess að vökvinn í dósinni renni ekki úr henni, því hann getur verið mjög heitur. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en það er skorið.