Þeir sem vilja nota minni feiti geta sleppt smjörinu, en smjörið gerir laxinn bragðmeiri og áferðina þéttari. Ef notuð er fiskkarfa er hægt að snúa fiskinum einu sinni, þegar eldunartíminn er hálfnaður.
Hráefni
- Laxaflök, um það bil 800 g
- 3 msk þurrt sérrí
- 2 msk sojasósa
- 1 msk sesamolía
- 1 msk ferskt engifer, fínsaxað
- 2 msk smjör
- 1/4 tsk nýmalaður, svartur pipar
- Sítrónusneiðar
Aðferð
- Blandið sérríi, sojasósu, sesamolíu og engiferi saman í grunnri glerskál. Setjið fiskinn í kryddlöginn í 30 mínútur.
- Forhitið grillið og penslið grindina með jurtaolíu. Smyrjið laxinn og grillið hann við „MEDIUM/HIGH“ í 10 mínútur. Roðið á að losna auðveldlega frá fiskinum þegar hann er fulleldaður. Setjið fiskinn á fat, skreytið með sítrónusneiðum og berið fram.