Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.
Hráefni
- 1/2 kg hörpudiskur
- 1 bakki sveppir
- 1 dós af ananasbitum
- U.þ.b. 1/2 dl jurtaolía
- U.þ.b. 1/2 dl sojasósa
- Rúmlega 1/2 dl nýkreistur sítrónusafi
- U.þ.b. 1/2 dl steinselja, söxuð
- 1/2 tsk salt pipar á hnífsoddi
- 12 sneiðar beikon
Aðferð
- Ef hörpudiskurinn er frosinn skal láta hann þiðna. Fjarlægið skelbrot ef einhver eru og skolið vel.
- Setjið sveppi, ananas og hörpudisk í skál. Blandið jurtaolíu, sojasósu, sítrónusafa, steinselju, salti og pipar saman. Hellið sósunni yfir hörpudiskblönduna. Látið standa í 30 mínútur, snúið einu sinni.
- Steikið beikonið rólega, þar til það er gegnumsteikt en ekki stökkt. Skerið hverja sneið í tvennt.
- Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“.
- Þræðið hörpudisk, sveppi, ananas og beikon upp á löng málmspjót.
- Lækkið hitann í „MEDIUM/LOW“. Setjið spjótin á grindina og grillið þar til hörpudiskurinn er fulleldaður, snúið eftir þörfum.