Hörpudiskur á spjóti

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.
Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

 

Hráefni

 

  • 1/2 kg hörpudiskur
  • 1 bakki sveppir
  • 1 dós af ananasbitum
  • U.þ.b. 1/2 dl jurtaolía
  • U.þ.b. 1/2 dl sojasósa
  • Rúmlega 1/2 dl nýkreistur sítrónusafi
  • U.þ.b. 1/2 dl steinselja, söxuð
  • 1/2 tsk salt pipar á hnífsoddi
  • 12 sneiðar beikon

 

Aðferð

 

  1. Ef hörpudiskurinn er frosinn skal láta hann þiðna. Fjarlægið skelbrot ef einhver eru og skolið vel.
  2. Setjið sveppi, ananas og hörpudisk í skál. Blandið jurtaolíu, sojasósu, sítrónusafa, steinselju, salti og pipar saman. Hellið sósunni yfir hörpudiskblönduna. Látið standa í 30 mínútur, snúið einu sinni.
  3. Steikið beikonið rólega, þar til það er gegnumsteikt en ekki stökkt. Skerið hverja sneið í tvennt.
  4. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“.
  5. Þræðið hörpudisk, sveppi, ananas og beikon upp á löng málmspjót.
  6. Lækkið hitann í „MEDIUM/LOW“. Setjið spjótin á grindina og grillið þar til hörpudiskurinn er fulleldaður, snúið eftir þörfum.