Hvítlauksgrillaður hörpudiskur

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.
Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

 

Hráefni

 

  • 1/2 kg hörpudiskur
  • U.þ.b. 100 g brætt smjör
  • 3 stórir hvítlauksgeirar, pressaðir eða saxaðir
  • U.þ.b. 1/2 dl fínsaxaður skalottlaukur
  • U.þ.b. 1/2 dl steinselja, söxuð
  • 1/4 tsk múskat
  • 1/8 tsk salt
  • 12 kirsuberjatómatar
  • 1 græn paprika, skorin í 12 teninga
  • 4 viðarspjót

 

Aðferð

 

  1. Ef hörpudiskurinn er frosinn skal láta hann þiðna alveg. Þerrið hann vel með eldhúspappír.
  2. Leggið viðarspjótin í bleyti í u.þ.b. hálftíma fyrir notkun til að hindra að þau brenni.
  3. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“.
  4. Setjið smjör, hvítlauk, skalottlauk, steinselju, múskat og sellerísalt á steikarpönnu. Látið þetta malla við vægan hita í 5 mínútur og hrærið í á meðan.
  5. Þræðið hörpudiskinn upp á viðarspjótin fjögur og setjið kirsuberjatómata og græna paprikubita á milli.
  6. Lækkið hitann í „MEDIUM/LOW“. Setjið spjótin á grindina og grillið þar til hörpudiskurinn er fulleldaður, snúið eftir þörfum.