Lambakórónur

Lambakórónur er glæsilegur réttur sem hæfir sérstöku tilefni.
Lambakórónur er glæsilegur réttur sem hæfir sérstöku tilefni.

 

Hráefni

 

  • 1 tsk salt
  • 2 msk rauðvínsedik
  • 2 msk sítrónusafi
  • 3/4 dl ólífuolía
  • 6 lambakórónur
  • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 4 msk Dijon-sinnep
  • 3 tsk ferskt rósmarín, saxað
  • 2 tsk sykur

 

Aðferð

 

  1. Pressið hvítlaukinn í litla skál og maukið með saltinu. Hrærið sinnepi, ediki, rósmaríni, sítrónusafa og sykri saman við. Pískið olíuna rólega saman við í mjórri bunu.
  2. Kljúfið hrygginn og leggið hlutana tvo í hvorn sinn platspoka sem hægt er að loka. Hellið helmingnum af kryddleginum í hvorn poka. Látið standa í kæliskáp í minnst 6 klukkustundir, helst yfir nótt.
  3. Skreytið með ferskum rósmarínstilkum og berið fram.
  4. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Lækkið hitann í „MEDIUM“ og penslið grillið með venjulegri jurtaolíu eða ólífuolíu. Setjið lambakórónurnar á grillið með fituhliðina niður í 4 mínútur. Snúið lambakjötinu í fjórðung úr hring á sömu hlið (til að fá grillrendur) og grillið áfram í 4 mínútur. Snúið lambakórónunum á beinhliðina og grillið í 8 mínútur. Leggið því næst lambakórónurnar saman þannig að þær myndi píramída, með holdmestu hliðina niður og beinið upp, frá hitanum, og grillið áfram í 8 mínútur í viðbót. Látið hryggjarhlutana standa undir álpappír í 5 mínútur áður en þeir eru skornir niður í kótilettur.