Rauður sedrusviður er sú viðartegund sem er oftast notuð fyrir grillplanka. Ef rétt er að farið gerir þessi grillaðferð laxinn sérlega gómsætan og gefur honum sterkan reykjarkeim.
Hráefni
- Laxaflök
- Krydd
- Ólífuolía
- Grillplankar úr sedrusvið
Aðferð
- Leggið plankann í eina klukkustund.
- Athugið! Hægt er að nota mismunandi vökva, t.d. engiferöl, bjór, vatn með sjávarsalti eða nýkreistan sítrónusafa til að láta plankann drekka í sig bragð. Útkoman verður mismunandi eftir því hvaða bragðefni eru notuð.
- Þegar plankinn hefur verið tekinn úr vökvanum er hann þerraður með eldhúspappír og penslaður með ólífuolíu á báðum hliðum. Athugið! Til að fá margslungnara bragð er hægt að nota bragðbætta ólíuolíu.
- Penslið laxaflökin með ólífuolíu (venjulegri eða bragðbættri) og stráið kryddblöndu yfir eftir smekk. Leggið laxaflökin á sléttari hlið plankans. Forhitið grillið á „MEDIUM/LOW“, setjið plankann með laxinum á grillið og lokið grillinu. Grillið 15–20 mínútur.
- Athugið! Ef notaður er heill lax lengist grillunartíminn upp í um það bil 45–50 mínútur.
- Athugið hvort laxinn er fulleldaður. Holdið á að vera matt og losna auðveldlega sundur undan gaffli. Prófið hvort laxinn er tilbúinn með því að stinga í þykkasta hluta flaksins. Berið laxinn fram á grænmetisbeði og dreypið nýkreistum sítrónu-, límónu- eða appelsínusafa yfir. Verði ykkur að góðu!
- Athugið! Ef það kviknar í plankanum meðan grillað er skal loka grillinu og skrúfa fyrir brennarana. Áður en plankanum er fleygt skal láta hann liggja í vatni í svolitla stund til að tryggja að öll glóð hafi kulnað.