Quesadillur með skelfiski

Þetta er girnilegur forréttur fyrir skelfiskunnendur.
Þetta er girnilegur forréttur fyrir skelfiskunnendur.

 

Hráefni

 

  • 1 dós af grænu chilialdini í teningum
  • U.þ.b. 1/2 dl majónes
  • 4 vorlaukar, fínt saxaðir
  • 1 msk ferskur kóríander, saxaður
  • U.þ.b. 100 g af mildum, rifnum osti
  • U.þ.b. 1 dl af söxuðum gulum lauk
  • 1/2 tsk malað broddkúmen
  • 1/2 tsk möluð kóríanderfræ
  • Cayennepipar á hnífsoddi
  • 2 msk límónusafi
  • Rifinn börkur af einni límónu
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 8 stórar tortillur
  • 1/2 kg soðinn skelfiskur (rækjur, krabbakjöt, humar), þerraður

 

Aðferð

 

  1. Setjið fyrstu 11 hráefnin í skál. Blandið skelfiskinum varlega saman við og saltið og piprið eftir smekk.
  2. Dreifið fyllingu á helming hverrar tortillu. Hafið gott bil frá jaðrinum að fyllingunni. Penslið jaðrana með vatni, brjótið hinn helminginn yfir og þrýstið á hana til að loka tortillunni vel.
  3. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindina með ólífuolíu. Lækkið hitann í „MEDIUM“ og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið, þar til fyllingin er heit og osturinn hefur bráðnað. Takið tortillakökurnar af grillinu og látið þær kólna svolítið áður en þær eru skornar í bita. Skreytið með kóríander og berið fram með uppáhalds salsasósunni.