archive

Souvlaki í pítubrauði með tzatziki

Þetta er ljúffeng grillsamloka sem er upplagður hádegisverður eða léttur kvöldverður. Ef tíminn er knappur er hægt að nota tilbúið tzatziki í stað þess að gera það frá grunni.   Hráefni   600 beinlausar grísahryggsneiðar, skornar í 2 cm teninga 2 msk ólífuolía 1 msk nýkreistur sítrónusafi 2 tsk þurrkað óreganó 1 tsk þurrkað tímían …

Souvlaki í pítubrauði með tzatziki Read More »

Grillsamloka með rifnu svínakjöti („pulled pork“)

Rifið svínakjöt, eða „pulled pork“ er rómað góðgæti frá Suðurríkjum Bandaríkjanna! Svínahnakkastykki er grillað lengi á lágum hita, rifið í sundur og borin fram með grillsósu með súrum keim. Hnakkastykkið er nokkuð seigt og þarfnast því langrar eldunar á grillinu, frá 5 og upp í 8 klukkustundir.   Hráefni   1 stórt hnakkastykki U.þ.b. 2,5 …

Grillsamloka með rifnu svínakjöti („pulled pork“) Read More »

Klettafjallaflesk

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   1 tsk fersk steinselja, söxuð U.þ.b. 1,5 dl nýkreistur sítrónusafi 1 dl sojasósa 6 msk hunang 2 litlir skalottlaukar, afhýddir og skornir í helminga 2 stórir hvítlauksgeirar, afhýddir og skornir í helminga 2 lárviðarlauf, mulin 1/2 …

Klettafjallaflesk Read More »

Grilluð rif

Rifjagrind (fylgihlutur #62602) auðveldar grillun á rifjum en ef slík grind er ekki til staðar má reyna að stilla rifjunum upp á rönd þannig að þau styðji hvert við annað.   Hráefni   1,5 kg rif Salt og pipar eftir smekk   Gljái 2,5 dl tómatsósa 2 msk púðursykur 1,5 dl vatn 1 dl Worcestershire-sósa …

Grilluð rif Read More »

Saltlegnar svínakótilettur

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   Saltlögur U.þ.b. 7 dl vatn 4 msk sojasósa 4 msk sykur 2 msk síróp 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 2 lárviðarlauf 1 msk þurrkað tímían 1 tsk piparkorn U.þ.b. 5 ísmolar   Þurrkryddblanda 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk …

Saltlegnar svínakótilettur Read More »

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

 

Hráefni

 

Saltlögur
  • U.þ.b. 7 dl vatn
  • 4 msk sojasósa
  • 4 msk sykur
  • 2 msk síróp
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 lárviðarlauf
  • 1 msk þurrkað tímían
  • 1 tsk piparkorn
  • U.þ.b. 5 ísmolar

 

Þurrkryddblanda
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk laukduft
  • 1 msk malað broddkúmen
  • 1 msk malaður kóríander
  • 1 msk chiliduft
  • 1 tsk sinnepsduft
  • 1 tsk piparkorn
  • 1 msk púðursykur
  • 1 tsk nýmalaður svartur pipar
  • 1 msk flögusalt

 

Aðferð

 

  1. ATHUGIÐ! Með því að nota saltlög, þurrkryddblöndu og reykgrillun verða þessar kótilettur einstaklega bragðmiklar og góðar.
  2. Blandið saman vatni, salti, sykri, sírópi, söxuðum hvítlauk, lárviðarlaufum, tímíani og piparkornum í meðalstórum potti. Látið suðuna koma upp og hrærið í á meðan, þar til saltið og sykurinn hafa leyst upp. Takið pottinn af hellunni og setjið ísmolana út í til að flýta fyrir kólnun blöndunnar.
  3. Setjið svínakótiletturnar í sterkan plastpoka sem hægt er að loka, hellið kælda saltleginum yfir og látið standa í kæliskáp í minnst 1 klukkustund og allt að 12 klukkustundir. Á meðan kjötið er í leginum er þurrkryddblandan útbúin. Leggið viðarspæni í bleyti í vatn minnst 1 klukkustund áður en kveikt er á grillinu. Ef nota á reykbox er því komið fyrir undir grillgrindinni, ofan á Flav-R-Wave-bragðburstunum. Einnig er hægt að pakka spæninum lauslega inn í álpappír og stinga nokkur göt á álpappírinn áður en pakkinn er settur undir grillgrindina.
  4. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“, þar til það er orðið heitt og farið er að rjúka úr spæninum, í u.þ.b. 15 mínútur. Á meðan eru svínakótiletturnar teknar úr saltleginum og þerraðar vel með eldhúspappír. Nuddið þurrkryddblöndunni vel á kjötið, báðum megin.
  5. Lækkið hitann öðrum megin á grillinu í „MEDIUM“ og í „LOW“ hinum megin á grillinu. Penslið eða úðið jurtaolíu á grindina til að kjötið festist ekki við hana.
  6. Leggið kótiletturnar þeim megin á grillinu sem er stillt á „MEDIUM“ og brúnið þær í 2 mínútur. Snúið kótilettunum og brúnið á hinni hliðinni í 2 mínútur í viðbót.
  7. Færið kótiletturnar til á ská og leggið þær þeim megin á grillinu sem er stillt á „LOW“ í 3 mínútur.
  8. Snúið kótilettunum við og grillið í 3 mínútur í viðbót. Ef þess er óskað er nú hægt að pensla kótiletturnar með eftirlætis grillsósu fjölskyldunnar.
  9. ATHUGIÐ: Ekki kaupa forkryddað svínakjöt.