archive

Lambakórónur

Lambakórónur er glæsilegur réttur sem hæfir sérstöku tilefni.   Hráefni   1 tsk salt 2 msk rauðvínsedik 2 msk sítrónusafi 3/4 dl ólífuolía 6 lambakórónur 4 hvítlauksgeirar, pressaðir 4 msk Dijon-sinnep 3 tsk ferskt rósmarín, saxað 2 tsk sykur   Aðferð   Pressið hvítlaukinn í litla skál og maukið með saltinu. Hrærið sinnepi, ediki, rósmaríni, …

Lambakórónur Read More »

Lambalæri með sósu úr rauðum vínberjum

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   1 lambalæri, úrbeinað 8 hvítlauksgeirar í þunnum sneiðum U.þ.b. 1/2 dl steinselja, söxuð U.þ.b. 1/2 dl ferskt rósmarín, saxað U.þ.b. 1/2 dl ferskt tímían, saxað 3 msk Dijon-sinnep Salt og pipar eftir smekk 4 msk vínberjahlaup, …

Lambalæri með sósu úr rauðum vínberjum Read More »

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

 

Hráefni

 

  • 1 lambalæri, úrbeinað
  • 8 hvítlauksgeirar í þunnum sneiðum
  • U.þ.b. 1/2 dl steinselja, söxuð
  • U.þ.b. 1/2 dl ferskt rósmarín, saxað
  • U.þ.b. 1/2 dl ferskt tímían, saxað
  • 3 msk Dijon-sinnep
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 4 msk vínberjahlaup, rautt
  • 1/2 lítri kjötsoð
  • Ólífuolía
  • Kjötsnæri
  • álbakki
  • Vökvi í bakkann (vatn eða vín)

 

Aðferð

 

  1. Biðjið kjötvinnslumanninn að fjarlægja mjaðmarliðinn og skankann af lærinu og skera burtu alla fitu og ham að utan.
  2. 2-3 klukkustundum fyrir matreiðslu er hvítlauk, helmingnum af kryddjurtunum, sinnepi, salti og pipar blandað saman. Penslið blöndunni á steikina að innanverðu, þar sem beinið endar, og stingið hvítlaukssneiðum í kjötið hér og þar. Bindið steikina saman með snæri.
  3. Nuddið lærið að utan með ólífuolíu, stingið fleiri hvítlaukssneiðum í það ef þess er óskað og stráið kryddi, salti og pipar yfir það.
  4. Setjið álbakka undir grillgrindina, beint ofan á Flav-R-Wave-bragðburstirnar. Fyllið til hálfs með vatni, safa eða rauðvíni. Einnig er hægt að setja handfylli af ferskum kryddjurtum í bakkann.
  5. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Penslið grillgrindina með olíu og setjið steikina á heitt grillið. Hafið hitann á „HIGH“ í 10 mínútur til að brúna kjötið og lækkið síðan niður í „MEDIUM“. Grillið lambalærið í 40 mínútur á kíló, eða þar til kjötið er fallega ljósrautt. Snúið kjötinu einu sinni eða tvisvar. Gætið þess að halda álbakkanum hálffullum og fyllið á með meiri vökva eins og þörf krefur.
  6. Þegar lambalærið er tilbúið er það tekið af grillinu, sett á skurðarbretti og látið standa undir loki, álpappír eða viskastykki í 20 mínútur.
  7. Á meðan kjötið hvílir er kjötsoðið látið sjóða í potti. Látið soðið sjóða niður í um það bil tvo og hálfan desilítra. Pískið hlaupi úr rauðum vínberjum saman við. Stillið hitann á „MEDIUM/LOW“ og pískið 2 msk smjör hratt saman við. Grillið ekki of lengi! Skerið lambalærið í sneiðar og dreypið sósunni yfir.